Hólabak
Picture


FORSÍÐA        BÆRINN OKKAR        VERSLUN        MYNDIR        HAFA SAMBAND        ENGLISH

Verslun í sveitinni

Á Hólabaki er starfrækt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu hágæða vefnaðar- og gjafavara. Vörur fyrirtækisins eru seldar undir vörumerkjunum LAGÐUR og TUNDRA. Í lagerhúsnæði fyrirtækisins er rekin verslun þar sem hægt er að kynna sér starfsemina og skoða og kaupa allar vörur fyrirtækisins. Þar eru einnig haldnir markaðir/viðburðir nokkrum sinnum á ári.
Þú getur keypt vörurnar okkar á www.tundra.is

Picture
Vefbæklingur - púðaver
okkar vinsælasta vara

Í versluninni er boðið upp á fjölbreyttan varning, m.a. púðaver, töskur, sængurfatnað, svuntur, ilmkerti, ýmsa nytjahluti fyrir eldhúsið, skrautmuni o.fl. Margar af vörunum eru aðeins framleiddar í litlu upplagi og eru aðeins til sölu 'beint frá býli'.

Við tökum glöð á móti hópum og getum boðið upp á stutta kynningu á framleiðslu okkar og lífi og starfi á bænum ef þess er óskað. Hver veit nema kaffisopi og stórkostlegt útsýni fylgi með í kaupbæti.


Enn sem komið er erum við ekki með fastan opnunartíma, heldur er opið ef þess er óskað. Við erum oftast heima, en best þykir okkur ef menn gera boð á undan sér. Frekari upplýsingar um útfærslu hópheimsókna og bókanir má nálgast í síma 8930103 eða með tölvupósti á lagdur@lagdur.is.
Hólabak, Húnavatnshreppi, 541 Blönduós, lagdur@lagdur.is, s. 8930103
Powered by Create your own unique website with customizable templates.